Betsson hélt fyrir skömmu uppboð á 2x VIP miðum á leik Manchester United og Liverpool í FA Cup þann 17. mars þar sem allur ágóðinn rann óskertur til góðgerðasamtaka
Daði Fannar Þórhallsson og Bjarni Kristinn Briem áttu hæsta boð upp á 110.000 kr. Félagarnir ákváðu að upphæðin ætti að renna til Píeta Samtökin
Flottir strákar hér á ferð sem eru að slá tvær flugur í einu höggi – Styrkja virkilega gott málefni og skella sér í leiðinni á risaleik í ensku bikarkeppninni! – Við vonum að þeir skemmti sér konunglega á vellinum!
Píeta Samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Hægt er að styrkja Píeta Samtökin með frjálsum framlögum með reikningsnúmeri 0301-26-041041, Kt: 410416-0690 eða með að smella á myndina hér fyrir neðan.
By continuing to use the site, you accept the cookies we use to make your visit the best possible. If you wish, you can block all cookies, see section Cookies and their use.OkPrivacy policy