Við hjá Betsson viljum að spilarar skemmti sér þegar þeir […]
Við hjá Betsson viljum að spilarar skemmti sér þegar þeir […]
Við hjá Betsson viljum að spilarar skemmti sér þegar þeir spila á Betsson svo að við leggjum áherslu á að allir leggi undir með ábyrgum hætti. Það á að vera gaman að leggja undir. Að fá peninga lánaða til að leggja undir, eyða meiru en þú hefur efni á eða nota sparifé er ógáfulegt og getur leitt til frekari vandamála fyrir þig og aðra nána þér. Betsson vill að spilarar sýni varkárni og spili gáfulega.
Við hjálpum þér að setja mörk
Við viljum gefa þér tækifæri á að setja eigin takmörk. Við vinnum með Global Gambling Guidance Group (G4), sem vottar spilasíður á Netinu. Saman veitum við þér verkfærin til að koma í veg fyrir óheilbrigða spilun og gera þér kleift að spila af ábyrgð. Hér er hægt að kynna sér betur tól okkar sem stuðla að ábyrgri spilamennsku.
Varnir gegn peningaþvætti
Vefsíða Betsson er starfrækt af fyrirtækinu BML Group Ltd, sem er með heimili á Möltu.
Malta er aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og lúta fyrirtæki með aðsetur þar ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Fyrirtækið lýtur einnig reglum ESB um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja, þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum og tilkynna grunsamleg viðskipti.
Við vinnum ávallt eftir lykilgildi fyrirtækisins: „Eitt Betsson, sanngjarn leikur og ástríða.“