Knattspyrnuaðdáendur munu veita treyju Inter sérstaka eftirtekt á komandi tímabili. […]
Knattspyrnuaðdáendur munu veita treyju Inter sérstaka eftirtekt á komandi tímabili. […]
Knattspyrnuaðdáendur munu veita treyju Inter sérstaka eftirtekt á komandi tímabili. Treyja Inter er merkt Betsson Sport og ber einnig tvær stjörnur sem standa fyrir 20 deildarmeistaratitla félagsins.
Fjármálastjóri Betsson Group, Ronni Hartvig, sem sést hér hægra megin á myndinni ásamt forstjóra Betsson Group Jesper Svensson, segir að samstarf Betsson og Inter eigi að skapa eftirvæntingu og spennu á meðal aðdáenda félagsins.
„Samstarfið við Inter er afar mikilvægt fyrir okkur,“ segir Hartvig. „Þetta er stærsti styrktarsamningur í sögu fyrirtækisins og tengir okkur við ástríðufulla knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu og um allan heim. Við viljum ekki bara vera lógó á treyju Inter heldur einnig auka væntingar á meðal aðdáenda félagsins. Samstarfið eykur sýnileika okkar á lykilmörkuðum og stuðlar að því að Betsson sé fremst á sínu sviði í heiminum. Inter fékk nýverið aðra stjörnu á treyju sína sem var fullkomin tímasetning fyrir okkur að hefja samstarfið. Inter er eitt af stærstu knattspyrnufélögum heims og samningurinn sýnir gríðarlegan metnað Betsson.“
Frá vinstri: Leikmenn Inter Nicolò Barella, Alessandro Bastoni og Lautaro Martinez í nýju treyjunni.
Ronni Hartvig á farsælan knattspyrnuferil að baki í Danmörku, Möltu og á Íslandi þar sem hann lék 37 leiki fyrir KA á árunum 2003-2004.
“Fótboltinn hefur mótað mig innan sem utan vallar. Atvinnumennskan hefur kennt mér seiglu, skuldbindingu, kraft og skilvirkni í samskiptum. Ég hef nýtt mér þá eiginleika til hins ítrasta í starfi mínu hjá Betsson. Liðsheild og einstaklingsframtak eru mikilvæg á knattspyrnuvellinum og í viðskiptaheiminum. Betsson er ótrúlegur vinnustaður og þar ríkir mikil ástríða fyrir íþróttum. Betsson er í samstarfi við þekkt félög eins og Boca Juniors, Racing og Atlético Nacional og við leggjum okkar að mörkum til samfélagsins. Við styðjum bæði karlalið og kvennalið og stuðlum þannig að jafnrétti kynja í íþróttum.“